Uppskrift: Dásamlegt súkkulaði- og kókoskrem á líkamann!

Oooó þetta krem..það er æði! Ég er búin að eyða seinustu dögum í að fullkomna uppskriftina af því og ég held ég sé loksins komin með hana eins og ég vil hafa hana, og get eiginlega ekki beðið eftir að deila henni með ykkur! Eins og ég hef sagt áður er ég algjör sökker fyrir einhverju svona sem maður getur gert sjálfur heima og finnst ótrúlega gaman að prófa mig áfram. Þetta krem hefur bara 3 innihaldsefni og flestir eiga allavega 2 þeirra oftast til! Vissuð þið að það er hægt að þeyta hreina kókosolíu og búa til einskonar kókosrjóma? Uppistaðan í þessu kremi er akkúrat þeytt kókosolía og svo bætti ég við kakósmjöri því ég elska súkkulaðilyktina af því og það er frábært fyrir húðina!

Image

 Það er líka svo frábært þegar maður býr til húðvörurnar sínar sjálfur heima, að þá veit maður nákvæmlega hvað er í þeim og hvað maður er að setja á húðina. Þegar þú kaupir krem útí búð eru þau stundum full af allskonar aukaefnum sem eru óþarfi! Þetta er svona eins og munurinn á að elda heima og að kaupa tilbúið, þú veist nákvæmlega hvað þú ert að setja ofan í þig þegar þú útbýrð matinn frá grunni en getur aldrei verið alveg viss þegar þú kaupir tilbúið.

IMG_7183

Það er ekkert mál að búa kremið til en það tekur smá tíma þar sem það þarf að byrja á að bræða kakósmjörið og leyfa því að kólna áður en því er blandað saman við restina. Kakósmjörið kemur í svona klumpum í pokanum og það er ekkert heilagt hversu mikið fer í kremið, ég myndi samt ekki nota klump sem væri mikið stærri en 50gr því þá gæti það orðið of þunnt. Í kremið fer:

200gr Kókosolía

2msk Ólívuolía

50gr Kakósmjör

Ég byrja á að bræða kakósmjörið yfir vatnsbaði þangað til það er alveg fljótandi, tekur smá tíma. Leyfi því svo að kólna þangað til að það er við sirka stofuhita. Næst þeyti ég saman kókosolíuna og ólívuolíuna í 2-3 mínútur, þangað til blandan er orðin létt og alveg kekkjalaus. Þá bæti ég kakósmjörinu varlega útí og þeyti vel, þangað til að áferðin á kreminu er orðin mjúk og falleg. Þá er kremið tilbúið!

IMG_7186

Það verður að geyma kremið í glerkrukku þar sem að olíurnar geta leyst upp plast með tímanum og þar með hleypt efnum úr plastinu útí kremið.  Ég geymi það bara við stofuhita en ég myndi passa að hafa það ekki á of heitum stað.

xxx

7 Comments on “Uppskrift: Dásamlegt súkkulaði- og kókoskrem á líkamann!”

 1. Fyrsta tilraun hjá mér heppnaðist ekkert alltof vel.. Kókosolían þeyttist ekki neitt og “kremið” lítur út einsog piss í krukku.. Ég held ég viti samt af hvejru, ég hitaði kókosolíuna aðeins í örbylgjuofni til að ná innihaldinu út. Það kannski skemmir? Skafaru olíuna bara úr krukkunni á meðan hún er hörð til að þeyta hana? 🙂 Ég þarf meira idiot prove uppskriftalýsingar hehe 😉

  Like

  • æi já hefði kannski átt að taka það fram en kókosolían verður að vera hörð þegar þú byrjar að þeyta hana 🙂 þannig ég skef hana bara beint úr krukkunni og í skál og byrja strax að þeyta klumpinn 🙂

   Like

 2. dem! ég fór alveg eftir uppskriftinni, og hún gekk voða vel alveg þangað til ég setti kakósmjörið útí(var ekki heitt btw) :/ núna er þetta bara einsog fljótandi kókosolía 😦

  Like

  • hmmmm okei það er mjög furðulegt :/ en þeyttist kókosolían samt alveg? semsagt var hún svona létt eins og rjómi áður en þú settir kakósmjörið samanvið?

   Like

 3. crap, mín kókosolía var held ég við stofuhita, hún var ekki fljótandi en samt frekar mjúk .. ég þeytti hana þannig, þeyttist alveg en ekkert sjúklega vel, en svo bráðnaði þetta eiginleg allt saman hehe, prufa aftur næst og hef olíuna kalda 🙂

  Like

  • já endilega prófaðu að stinga henni í ísskápinn fyrst! og svo finnst mér best að setja kremið strax í ísskáp þegar það er tilbúið til að leyfa því að setjast í kuldanum svo að allt bráðni ekki saman 🙂

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: