Ég mæli með: Uppáhalds BB kremið mitt!

Það hafa sennilega flestar stelpur heyrt um BB kremin sem hafa verið afskaplega vinsæl uppá síðkastið. Flest merki eru núna komin með BB krem inní vöruval hjá sér og því úr mörgu að velja!

Ég hef prófað þónokkur krem en enda alltaf á að fara aftur í sama kremið, og finnst það eiginlega bara alltaf langbest!

Image

 Kremið sem ég nota er frá Garnier og er með fyrstu BB kremunum sem komu á markað. Mér finnst það gera húðina svo ótrúlega fallega og gefa henni svo yndislegan ljóma. Það er líka ótrúlega góður rakagjafi og hjálpar til við að halda húðinni mjúkri allan daginn. Og besti parturinn? Það fæst í Bónus á 1500kr!

Image

 BB kremið er meira en bara litað dagkrem því það vinnur með húðinni til að gera hana fallega og laga misfellur. Mér finnst samt oftast best að nota venjulegt dagkrem undir það því að ég þarf á rakanum að halda, en það má alveg nota það eitt og sér. Kremið er líka til í útgáfu fyrir feita húð, sem hentar mjög vel fyrir þá sem eiga það til að glansa. Ég skipti stundum yfir í það á sumrin þegar það er orðið heitara í veðri. Útgáfan fyrir feita húð lítur svona út:

Image

xxx

12 Comments on “Ég mæli með: Uppáhalds BB kremið mitt!”

 1. Ég hef prufað þetta krem og húðin á mér varð ótrulega feit, og ég er bara með svona venjulega húð :/ kannski hentar það ekki öllum..

  Like

  • Já það er alveg rétt það hentar kannski ekki alveg öllum þar sem það er alveg frekar mikill raki í því! En mér finnst koma rosa fallegur ljómi, en mæli með að prófa tegundina fyrir feita húð ef þér finnst hin of feit:)

   Like

 2. Já alveg sammála kemur fallegur ljómi 🙂 já ég er samt svo ekki með feita húð en gæti hentað mér betur samt sem áður 😀

  Like

 3. Ég hef verið að nota BB krem, ekki þetta samt! og mér líður alltaf einsog ég sé sveitt í andlitinu eða hálf blaut.. Finnst þer þú verða svoleiðis af þessu?

  Like

  • Sko flest BB krem eru með góðum raka þannig ef að þú ert með feita eða blandaða húð getur verið að það sé einfaldlega of mikill raki í þeim fyrir þig! Ef þér finnst þú oft glansa mæli ég með að þú prófir útgáfuna fyrir feita húð sem ég setti neðst, mér finnst það krem matta húðina mjög vel og ég nota það oft á sumrin þegar mér finnst húðin verða svona hálf sveitt 🙂

   Like

 4. Mér finnst þetta einmitt bersta BB kremið sem ég hef prófað! Finnst ég varla þurfa notað neitt annað, kannski bara smá púður og kinnalit 🙂 Prufaði það einmitt eftir að Gyða sagði mér frá því, litli sölumaðurinn haha

  Like

 5. Ég keypti mér þetta krem eftir að hafa lesið um það hér hjá þér og er hrikalega ánægð með það! Takk fyrir að deila þessu 😉

  Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: