Vaxarðu augabrúnirnar heima? Súkkulaðivax er málið!

Okei ég held að ég viti um fátt betra heldur en súkkulaði. Það gerir einfaldlega alla daga betri! Ég elska súkkulaði og súkkulaðilykt svo þessvegna var ekki séns að ég gæti gengið útúr búðinni án þess að kaupa þetta súkkulaðivax þegar ég rakst á það! Hingað til hef ég bara fundið það í apótekunum hjá Lyfju og svo Apótekaranum á Akureyri.

Image

 Það er til í tvem stærðum en ég hef reyndar bara prófað minni strimlana, og nota þá alltaf þegar ég vaxa á mér augabrúnirnar. Þeir eru í mjög þægilegri stærð og tilbúnir beint til notkunar, ekkert vesen! Vaxið er líka sérstaklega milt og gott og fer vel með húðina. Mér finnst best að klippa ofan þeim auka plastið og bera þá svo saman við augabrúnina og klippa þá til. Þá eru líka minni líkur á að taka óvart hálfa augabrúnina af, sem er ekkert alltof skemmtileg reynsla (trúið mér, búin að prófa).

Image

 Minn lítur sirka svona út þegar ég er búin að klippa hann til og þá get ég bara sett hann beint undir augabrúnina. Svo nudda ég aðeins yfir með puttunum til að hita vaxið og toga svo af, gæti ekki verið einfaldara!

Þegar ég er búin að vaxa finnst mér best að setja smá ólívuolíu í bómul til að taka ef það hefur orðið eitthvað vax eftir á húðinni. Hún mýkir líka húðina sem er oftast rauð og viðkvæm eftir vaxið.

Image

xxx

2 Comments on “Vaxarðu augabrúnirnar heima? Súkkulaðivax er málið!”

 1. Hæ, skemmtilegt blogg.

  Langaði að forvitnast hvort þú hefðir reynslu af brazilian/hollywood vaxi hér heima og ef svo er hvort þú getir mælt með stofu?

  Like

  • Hæhæ og takk fyrir það!
   En já ég fer alltaf sjálf í brazilískt vax, og ég fer alltaf í Aqua Spa sem er stofa hérna á Akureyri. Ef þú ert að leita að stofu fyrir sunnan get ég því miður ekki bent þér á neina þar sem ég bý á Akureyri.

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: