Sunnudagsdekur með hreinsandi sítrónumaska!
Sunnudagar eru bara alþjóðlegir letidagar, eruð þið ekki sammála? Elska að eyða deginum í náttfötunum að brasa hér heima og hafa það notalegt. Sunnudagarnir eru líka tilvaldir í að dekra við sjálfan sig og gera eitthvað sem maður hefur kannski ekki tíma fyrir á virkum dögum. Ég ákvað að prófa sítrónu andlitsmaska sem ég keypti í vikunni og varð ekki fyrir vonbrigðum!
Hann fæst í Hagkaup og kostar undir 1000kr og þú getur notað hvert bréf þrisvar sinnum! Ég hef prófað nokkra maska frá þessu merki og finnst þeir mjög góðir, en þessi var alveg æði! Sítrónulyktin af honum er líka dásamleg og hann hreinsaði alveg ótrúlega vel. Eftir að þú setur hann á áttu að bíða í 15-20 mínútur en þá er hann þornaður og svo geturðu flett honum af í heilu lagi.
Ég passaði að setja hann á mig þannig að hann væri allstaðar tengdur saman svo það væri auðvelt að taka hann af í heilu lagi. Finnst alltaf svo gaman að setja á mig svona peel off maska, svo þægilegt að fletta þeim af!
Á meðan að maskinn er að bíða er tilvalið að prófa þetta nýja sítrónu og mandarínu te frá Pukka sem ég fann í Bónus, það er æði!
Annars fór sunnudagurinn minn í prufukeyrslu á uppskriftum af heimagerðu líkamskremi sem ég mun birta á blogginu í vikunni, stay tuned!
xxx
Súkkulaðimaskinn var líka æði! Þar sem ég er nú mikill súkkulaði-aðdáandi þá skemmir ekki fyrir að hægt sé að bera þetta á sig hér og þar 😉
LikeLike
Skolaru andlitið eftir að þú tekur maskann af?
LikeLike
Nei það þarf ekki því þú nærð honum alveg af eins og grímu:)
LikeLiked by 1 person