Laugardagur og rauð flauelskaka í tilefni bloggsins!

Mikið er ég nú ánægð að það er komin helgi! Ekkert betra en að vakna á laugardögum og byrja daginn í eldhúsinu og baka eitthvað gott fyrir daginn.

Í tilefni fyrstu færslanna á blogginu (ekki það að ég hafi einhverntíman verið í vandræðum með að finna mér tilefni til að baka köku), ákvað ég í dag að baka rauða flauelsköku, en það er með uppáhalds kökunum mínum! Ég hef nokkrum sinnum bakað svoleiðis sjálf en þegar ég rakst á þetta kökumix í nettó í gær varð ég að prófa!

Image

 Fyrir þá sem ekki vita er rauð flauelskaka í rauninni bara þétt súkkulaðikaka, (með mjög mikið af rauðum matarlit) og yfirleitt með hvítu rjómaostakremi. Það getur tekið dálítinn tíma að gera hana ef maður ætlar að fá fullkomna flauelsáferð og þessvegna var ég mjög spennt að pfófa hvort að Betty stæðist væntingar!

Image

 Kakan var mjög góð og leit mjög vel út, alltaf gaman að bjóða uppá öðruvísi kökur. Hún fær að minnsta kosti 10 í einkunn fyrir einfaldleika, enda tekur enga stund að skella öllu saman í skál og inní ofn!

Mæli með henni ef þið hafið lítinn tíma og langar að bjóða uppá eitthvað annað en venjulega súkkulaðiköku!

Image

 Kimonoinn sem ég er í er úr vorlínunni hjá Zöru 2013. Mikið var ég ánægð þegar ég fann hann á netinu þar sem hann er ekki lengur til í búðinni. Ég er algjör fíkill í að versla á netinu og kaupi mér yfirleitt bara föt á netinu, get verið endalaust að skoða og panta mér, og verst er svo bara að þurfa að bíða eftir að fá sent heim! Ef ykkur langar í þennan kimono getið þið sent mér skilaboð á facebook og ég get sent ykkur linkinn.

Image

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: