Obsessing over: So couture!

Surprise surprise að fyrsta færslan mín sé um maskara..

Kemur sennilega engum sem þekkir mig á óvart, en ég er algjör maskaradrottning og veit fátt skemmtilegra en að prófa nýja maskara! Er yfirleitt með þónokkra í gangi í einu, og er alltaf að prófa nýja en á samt alltaf nokkra uppáhalds sem ég kaupi aftur og aftur.

Einn af þeim sem ég er að nota núna heitir So couture! og er nýr frá l’oreal. Ég féll alveg strax fyrir umbúðunum en mér finnst þær svo ótrúlega fallegar og elegant!

Image

 Hann kemur úr million lashes línunni og ég var alveg sérstaklega spennt að prófa þennan því að hinn upprunalegi million lashes er allra mesta uppáhalds og ég á hann alltaf! Ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum þegar ég prófaði þennan. Hann er með gúmmíbursta eins og þessi upprunalegi en greiðan er mjórri og svolítið keilulaga með mörgum litlum hárum sem að greiða rosalega vel úr augnhárunum.

Image

 Mér finnst hann gefa alveg ótrúlega fallega lengd og rosalega auðvelt að nota hann þar sem burstinn er svo lítill og nettur að það er lítið mál að móta augnhárin.

Image

 Mæli klárlega með að prófa, hann fer allavega í uppáhalds skúffuna hjá mér!

xxx

1 Comments on “Obsessing over: So couture!”

  1. Pingback: Ég elska: L’oreal Féline | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: