Allt um: 27 ára afmælið

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerktar vörur eða þjónusta voru fengnar að gjöf.

Þá er komið að árlegu afmælisfærslunni! Ég varð 27 ára í janúar en hélt upp á afmælið fyrstu helgina í febrúar. Eins og venjulega var að sjálfsögðu þema og ykkar kona fór all-in í skreytingum. Þetta er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri á árinu því ég bókstaflega elska allt við þetta – skipuleggja og undirbúa, og svo að fá allt mitt besta fólk í heimsókn að fagna með mér. Í ár ákvað ég að hafa plöntu þema. Það er kannski frekar óhefðbundið en þegar ég hugsaði hvernig mig langaði að skreyta langaði mig mest að hafa mikið af fallegu grænu í bland við gyllt, svo úr varð þetta þema. Ég var mjög snemma í því í ár að ákveða þema, svo ég pantaði eitthvað af skrautinu að utan, en annað fékk ég hér heima. Förum yfir allt eftir rýmum og með nóg af myndum!

Pong herbergi

Við erum með gestaherbergi í íbúðinni okkar, og við ákváðum að hafa það sem rými undir pong borðið. Þetta pong borð er heimatilbúið, en við bjuggum það til fyrir afmælið í fyrra. Við keyptum skáphurð í Ikea fyrir plötuna, og fengum fæturna líka þar. Það kostaði okkur undir 5.000kr ef ég man rétt og þjónar tilgangi sínum mjög vel. Þarna inni var hægt að spila Prosecco pong eða Beer pong, og ég gerði svo blöðruskreytingu á vegginn.

Blöðrur: Skraut.is (Rent-a-party)*

Lauf-lengja á milli blaðra: Amazon

Happy Birthday borði: Dimm.is*

Beer pong borð: Ikea (búið til úr skáphurð og fótum)

Barsvæði

Í rauninni voru tvö barsvæði. Eitt sem var “sjálfsafgreiðslu”, sem þið sjáið hér að ofan, og svo annað þar sem var barþjónn. Á sjálfsafgreiðslubarnum var ég búin að útbúa uppskriftablöð með fjórum mismunandi kokteilum, sem hengu á veggnum fyrir ofan barinn. Þá gat fólk prófað mismunandi kokteilauppskriftir sjálft, eða blandað drykki að eigin vali. Uppskriftablöðin slógu algjörlega í gegn, og gestunum fannst mjög gaman að búa sjálfir til skemmtilega kokteila. Bakvið hurðina sem er lokuð á myndinni var svo krapvél* frá Ísbúð Garðabæjar, en það gleymdist alveg að taka mynd af henni. Ég hef verið með krapvél seinustu þrjú ár í afmælinu mínu og það er alltaf jafn vinsælt! Ég hef þá krapið óáfengt, og fólk getur blandað því sem það vill við það, og þeir sem eru ekki að drekka áfengi fengið sér ískalt og ferskt krap.

Ég setti svo allskonar kokteilasýróp og mismunandi safa, t.d. lime, sítrónu, trönuberja og appelsínu í svona glerflöskur úr Ikea og merkti með krítarlímmiðum. Þannig var miklu snyrtilegra að hafa margar tegundir af söfum og sýrópum á barnum án þess að vera með allt í mismunandi flöskum og fernum.

Monsteru lauf á vegg og barnum sjálfum: Amazon

Ljósasería: Skraut.is*

Rör: Etsy

Glerflöskur og kassi undir ávexti: Ikea

Barsvæði og barþjónn

Við eldhúseyjuna var svo hinn barinn, en þangað kom barþjónn um kvöldið og blandaði geggjaða kokteila fyrir okkur. Það var algjörlega geggjað að fá barþjón heim til sín, en það er eitthvað sem ég hef ekki gert áður eða dottið í hug. Barþjónninn heitir Ágúst og kom frá Reykjavík Cocktails í samstarfi við Tanqueray, Ketel One og Johnnie Walker*. Við ákváðum fyrirfram þrjá kokteila sem hann myndi gera, og fyrir valinu varð Moscow Mule, Basil Gimlet og Whiskey Sour. Ég útbjó og prentaði út kokteilaseðils blað og hafði á barnum, en barþjónninn kom svo með glös, klaka (hann var in charge of cups and ice – Friends fans tengja) og allar aðrar græjur sem þurfti.

Monsteru lauf confetti: Etsy

Ljósasería: Skraut.is*

Stór monsteru lauf: Amazon

Kassi undir ávexti: Ikea

Barþjónn: Reykjavík Cocktails og Tanqueray, Ketel One, Johnnie Walker*

Veitingar

Hversu falleg er þessi kaka samt? Seinustu tvö afmælin mín á undan þessu og í útskriftarveislunni minni hef ég keypt köku frá Sætum Syndum, og alltaf verið jafn ánægð með þær. Þær eru bæði svo ótrúlega fallegar og bragðgóðar. Í ár var engin undantekning en ég fékk kökuna í samstarfi við Sætar Syndir, og þær voru svo yndislegar að bæta við nokkrum makkarónum í þemalitunum líka. Kakan var með súkkulaðibotnum og þrista-smjörkremi og sló í gegn eins og venjulega! Fyrir utan kökuna var ég með osta og kex, smá snakk og nammi.

Kaka og makkarónur: Sætar Syndir*

Skraut á bollakökur: Etsy

Monsteru lauf confetti og tannstönglar með monsteru laufi: Etsy

Myndaveggur


Myndaveggurinn var á sínum stað, en ég skreytti hann með borða með monsteru lauf skrauti og gylltum “Hip Hip Hooray” borða, og svo hafði ég bara plöntur á hillunni í stíl við plöntuþemað. Ég var svo með eina glæra risablöðru með confetti inní sem ég festi svo plöntulengjuna við.

Blaðra: Skraut.is*

Monsteru lauf borði: Etsy

Hip Hip Hooray borði: Etsy

Plöntulengja á blöðruband: Amazon

Eins og alltaf er besti parturinn við afmælið að fá allt þetta besta fólk sem ég á í kringum mig til að fagna með mér – það er algjörlega ómetanlegt! Fyrir áhugasama setti ég einnig myndband frá deginum sjálfum í Instagram highlights, svo þið getið skoðað það ef þið viljið sjá meira. Annars bíð ég bara spennt eftir næsta ári og 28 ára afmælinu!

Ítalíu roadtrip!

Færslan er ekki kostuð

img_6203_facetune_27-12-2018-20-00-10
Pisa!

Jæja kæru lesendur! Loksins hef ég tíma til að setjast niður og segja ykkur allt um Ítalíu ævintýrið okkar. Til að gera langa sögu stutta þá fórum við semsagt 6 saman (3 pör), til Ítalíu yfir jól og áramót. Við lögðum af stað 23. desember og komum heim aftur 3. janúar, svo þetta voru í kringum 10 dagar. Upphaflega planið okkar fyrir ferðina var svona:

Róm – Napoli – Sikiley, Catania – Róm

Við ætluðum þá semsagt að fljúga til Róm, keyra beint til Napoli og vera þar í 2 daga. Keyra svo niður til Sikileyjar, og eyða 5 nóttum þar og ferðast um eyjuna, og keyra svo upp til Róm og enda ferðina þar. En öll þessi plön fóru heldur betur út um þúfur þegar Mount Etna gaus á aðfangadag! Þar sem við vissum ekki nákvæmlega hvað myndi fylgja þessu eldgosi, sem var alveg ágætlega stórt, ákváðum við á miðnætti á aðfangadag að breyta öllum okkar plönum og fara norður en ekki suður. Við ákváðum í raun bara að  við skyldum byrja á að fara til Flórens, og taka svo stöðuna þar og ákveða hvert við færum næst, þvílíkt ævintýri! Við enduðum á að fara á miklu fleiri staði en við ætluðum upphaflega, og úr varð eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í. Nýja planið okkar endaði svona:

Róm – Napoli – Flórens – Feneyjar – San Marino – Róm

Við ákváðum semsagt að fara til Feneyja frá Flórens, síðan til smáríkisins San Marino, og enda svo í Róm. Á leiðinni heimsóttum við líka Siena, Pisa, Rimini og auðvitað Vatíkanið. Við skiptum þessu svona:

Napoli – 2 nætur

Flórens – 2 nætur

Feneyjar – 1 nótt

San Marino – 2 nætur

Róm – 4 nætur

Þetta skipulag var ótrúlega fínt, þó að við hefðum bara þurft 1 nótt í San Marino, en við komum þangað seint um kvöld samt og fórum svo snemma um morgun. En ef ég myndi gera þetta aftur myndi ég sennilega hafa 1 nótt í San Marino og 2 í Feneyjum. En ég ætla fara með ykkur stuttlega yfir hvern stað fyrir sig, hvar við gistum og gerðum! Athugið að í Instagram highlights finnið þið líka myndir og myndbönd frá öllum borgunum.

.

Napoli

img_5550_facetune_24-12-2018-12-10-21
Horft yfir Napoli úr Castel Dell’Ovo

Við komum til Napoli seint á Þorláksmessukvöld, og gistum þar tvær nætur og fórum snemma á jóladag, svo við áttum einn heilan dag þar. Við gistum á hóteli sem var frekar miðsvæðis og heitir Exe Majestic. Við skoðuðum mjög fallegan kastala sem heitir Castel Dell’Ovo, og var með frábæru útsýni yfir Vesúvíus, og borðuðum geggjaða pizzu á einum af fjölmörgu pizzustöðunum í borginni. Ég verð eiginlega að segja að fyrir utan kastalana og pizzuna heillaði Napoli ekkert okkar sérstaklega mikið, og ég er ekkert rosalega spennt að koma þangað aftur. Borgin er þekkt fyrir háa glæpatíðni og skuggaleg hverfi, og við fundum alveg vel fyrir því. Borgin var mjög óhrein og okkur leið alls ekki vel þegar við vorum að labba á kvöldin. Að sjálfsögðu eru fallegar byggingar og fleira, en hún stóðst öðrum borgum sem við heimsóttum svo alls ekki samanburð. Ég hugsa að ég myndi ekki vilja gista þar aftur, heldur frekar gista á Amalfi ströndinni eða í Positano ef ég væri þarna í grendinni.


Streets of Napoli

Þð er auðvitað ekki hægt að fara til Napoli án þess að fá sér alvöru Neopolitan pizza!

Siena

img_0076

Eftir að hafa verið í Napoli var Siena eins og ferskur andblær! Við ákváðum að stoppa þar í hádegisverð á leiðinni til Flórens, og ég mæli svo sannarlega með að gera slíkt hið sama. Bærinn er ótrúlega friðsæll og fallegur, og ég hefði getað eytt mörgum klukkutímum í að þræða þröngu göturnar þar. Við settumst niður á pizzastað á þessu fallega torgi á myndinni hér að ofan, og fengum okkur pizzu og nutum dagsins. Við löbbuðum svo um og skoðuðum fallegar kirkjur og stíga, en héldum svo leið okkar áfram til Flórens.

Siena cathedral


Allar þessar þröngu götur voru svo sjarmerandi

Flórens

img_0084

Flórens – hvar á ég að byrja! Þangað mun ég pottþétt koma aftur. Þetta er ein fallegasta og mest sjarmerandi borg sem ég hef komið til, og ég elskaði allt við hana. Við gistum á The Student Hotel og ég get 100% mælt með því! Ótrúlega skemmtileg og öðruvísi hótel, og virkilega vel staðsett. Við komum til Flórens frekar seint að deginum og notuðum fyrsta kvöldið til að skoða nágrennið okkar, en þar var til dæmis dómkirkjan sem er á myndinni hér að ofan. Við röltum svo á indverskan stað sem heitir Indian Palace, og þið verðið að fara á ef þið eruð í Flórens!

Streets of Florence

Fallegar ítalskar búðir á hverju horni


Það er auðvitað ótrúlega margt að skoða og gera í Flórens, en við ákváðum að fara upp í útsýnisturn sem er við hliðina á dómkirkjunni í Flórens, en útsýnið þar uppi var ótrúlegt. Við fórum líka inn á safn þarna í grendinni, þar sem hægt var að skoða ýmsa forna listmuni. Næst löbbuðum við svo að Ponte Vecchio og virtum fyrir okkur þessa fallegu brú, og duttum inn á veitingastað í grendinni. Þar fékk ég besta matinn í allri ferðinni – Gnocchi með trufflum! Staðurinn hét Piazza Pitti palace, og mig dreymir um að fara þangað aftur. Við nýttum svo kvöldið í að rölta um fallegu verslunargöturnar, og fórum í vínsmökkun á vínbar sem hét Mangiafoco Caffé. Það var ótrúlega skemmtileg reynsla, en við smökkðum mismunandi vín og osta.

Trufflu Gnocchi á Piazza Pitti palace – mig dreymir um þetta daglega!

Ponte Vecchio

Við fengum svo fallegan dag í Flórens!

Þetta útsýni!

Og kvöldin voru ekkert síður falleg!

.

Pisa

Næst lá leið okkar til Feneyja, en á leiðinni ákváðum við að stoppa í Pisa, og kíkja á skakka turninn! Það var mjög skemmtilegt að sjá hann, en það besta við að vera þarna var að fylgjast með öllum ferðamönnunum að taka myndir eins og þeir væru að halda turninum uppi á einhvern sniðugan hátt. Við þurftum að sjálfsögðu að gera slíkt hið sama haha. Pisa er falleg lítil borg, en við eyddum svosem ekki miklum tíma þar. En ég hefði alls ekki vilja sleppa því að koma þar við því turninn var ótrúlega gaman að sjá.

Að taka svona hallærislega túristamynd var samt erfiðara en ég hélt! Þessi tók nokkrar tilraunir..

.

Feneyjar

Næsta stopp var svo eins og áður sagði Feneyjar, þar sem við skildum bílinn eftir á landi og tókum ferju til eyjanna. Mig hefur lengi dreymt um að koma til Feneyja, en var búin að heyra misjafna hluti frá öðrum sem höfðu farið þangað. Mér skilst að á sumrin sé mjög mikið af fólki þar, en við upplifðum það alls ekki. Að sjálfsögðu var fólk, en alls ekki of mikið eða of crowded allstaðar. En veturnir eru kannski ekki beint háannatímar. En fyrir mig stóðust Feneyjar allar væntingar. Við gistum á hóteli sem hét Hotel Bonvecchiati, en það er staðsett mjög nálægt San Marco torginu. Þó að herbergin hafi kannski ekki verið upp á marga fiska (þau voru það lítil að það var varla hægt að snúa sér við), get ég alveg mælt með því. Það var mjög vel staðsett og allt mjög flott, en sennilega eru flest hótel í Feneyjum ekki með stórum rúmgóðum herbergjum hvorteðer.

Gondólasigling í Feneyjum


Silgt eftir Gran Canal

Við áttum einn heilan dag í Feneyjum, sem við notuðum í að fara í Gondólasiglingu (að sjálfsögðu), og rölta um fallegu göturnar og brýrnar. Þvílíkur töfrastaður! Ég á pottþétt eftir að koma þangað aftur, og þá kannski yfir sumartíma. Einn af mínum uppáhalds drykkjum er Bellini, en það er freyðivínskokteill sem var fundinn upp í Feneyjum. Við fórum á staðinn þar sem kokteillinn var fundinn upp, en hann heitir Harry’s bar. Þar sem ég elska Bellini var það ótrúlega skemmtilegt, en staðurinn er frekar dýr. Það kom mér á óvart hvað það var gaman að versla í Feneyjum, búðirnar voru mjög flottar. Við fórum líka nokkrum sinnum á San Marco torgið, þar sem það var rétt hjá hótelinu okkar, en ég væri til í að fara inn í kirkjuna þar einn daginn.

San Marco torgið

Cannoli með sítrónufyllingu – namm!

.

San Marino

Næst lá leiðin til smáríkisins San Marino, en fyrir þá sem ekki vita er San Marino sér land sem liggur innan Ítalíu. Það búa í kringum 30.000 manns þar, og landið er í rauninni bara ein borg og smá svæði í kring. Ég hef aðallega heyrt af landinu í gegnum Eurovision en þar tekur San Marino oftast þátt. Við ákváðum að eyða 2 nóttum þar, en við komum þangað seint um kvöld og fórum snemma um morgun. Það var ekkert mál að fara inn í San Marino, við þurftum ekki að sýna vegabréf eða neitt svoleiðis og það sem skyldi landið frá Ítalíu var aðallega eitt skilti – Velkomin til San Marino!

San Marino kastali

Útsýnið úr kastalanum var stórbrotið!

Kastalinn er frá 11. öld

San Marino er aðallega þekkt fyrir kastalavirkið sem stendur uppi á fjallinu og horfir yfir borgina. Kastalinn er engin smásmíði, en við héldum við yrðum svona 2-3 tíma að skoða hann, en enduðum á að eyða rúmlega hálfum degi þar. Enda var nóg að skoða, og svo fengum við aldrei nóg af útsýninu – ég hefði getað horft á það í marga daga. Við gistum niður í San Marino borginni, en við komumst að því þegar við fórum að skoða kastalann að þar uppi var heilt þorp uppi með veitingastöðum og hótelum. Það hefði klárlega verið mun skemmtilegra að gista þar, því það var rosalega lítið um að vera í borginni. Hótelið sem við gistum á heitir Grand Hotel Primavera. Hótelið sjálft var í sjálfu sér fínt, en eins og ég segi mjög lítið um að vera í kring. Það var hinsvegar ágætt að fá þarna tvær nætur þar sem við vorum í meiri rólegheitum, og við ætluðum nú aldeilis að njóta þess og fara í spa-ið á hótelinu eitt kvöldið. Spa-ið samanstóð af einni innisundlaug með buslandi krökkum, og heitapott þar sem máttu ekki vera fleiri en 3 ofan í. Ég mæli því ekkert sérstaklega mikið með því að borga 20 evrur fyrir það haha! Frá San Marino er sirka 30min akstur til Rimini, en það er ítalskur strandbær. Við keyrðum þangað og röltum um bæinn, og fylgdumst með sólinni setjast við Ponte di Tiberio, en ég ýminda mér að það sé meira um að vera þarna á sumrin.

Hefði getað horft þarna yfir klukkutímum saman!

Það er kannski ekki fyrir lofthrædda að horfa mikið niður úr kastalanum

Stórkostlegt sólsetur við Ponte di Tiberio í Rimini

.

Róm

Að lokum liggja allir vegir til Róm! Seinasti áfangastaðurinn í ferðinni var höfðuborgin sjálf, þar sem við eyddum 4 nóttum. Þar skiluðum við bílnum, og héldum í íbúðina sem við höfðum leigt. En þar ákváðum við að leigja íbúð með 3 svefnherbergjum þar sem við gætum öll verið saman, og haldið áramótin hátíðleg. Ég sá ekki um að bóka íbúðina, en ég veit að við fórum í gegnum booking.com og leituðum að íbúð með þrem svefnherbergjum. Hún var staðsett nálægt Vatíkaninu, og það var auðvelt að labba á helstu staðina.

Vatíkanið


Að vera í Róm var eins og að vera á safni – risastóru safni sem er í raun heil borg. Það er svo mikið af fallegum og sögufrægum byggingum þar, að maður þarf pottþétt að koma þangað nokkrum sinnum til að ná að skoða allt. Ég kunni ótrúlega vel við mig í Róm, en við skoðuðum helling og borðuðum ennþá meira af dásamlegum mat. Við fundum vel fyrir því að Róm er meiri stórborg en allir hinir staðirnir sem við heimsóttum, og stundum fékk ég örlítinn svona New York fíling. Við skoðuðum auðvitað helstu staðina, Colosseum, Pantheon, Trevi fountain, spænsku tröppurnar og Piazza Venezia. Við ákváðum að fara inn í Colosseum, en ég myndi ekki endilega mæla með því (nema að þú hafir sérstaklega mikinn áhuga á Colosseum). Þar inni var alltof mikið af fólki, og svo er byggingin mun fallegri að utan. Við fórum í gegn með tour guide sem kenndi okkur aðeins um sögu hringleikahússins, sem var skemmtilegt að heyra, en ekki þess virði að bíða í langri röð og vera í þessari mannþröng sem þarna var. Ég myndi miklu frekar vilja labba í gegnum rústirnar sem þið sjáið á myndinni hérna að ofan, en það var líka hægt að fara þar í gegn með tour guide.

Colosseum að utan

Colosseum að innan

Horft yfir hringleikahúsið

Piazza Venezia

Uppáhalds staðurinn minn í Róm var held ég pottþétt Piazza Venezia, en þetta mikilfenglega torg er alveg ótrúleg smíði. Þar fyrir framan er hringtorg, þar sem engin umferðaskilti mega vera þar sem þau gætu skyggt á torgið sjálft. Umferðin á torginu er því frekar kaotísk.

Þar sem við vorum í Róm á áramótunum, ákváðum við að fara fyrir framan Colosseum rétt fyrir miðnætti, því það er flugeldasýning þar yfir. Það var ótrúleg upplifun! Allt fullt af fólki og flott flugeldasýning. Auðvitað ekki jafn klikkuð og við eigum að venjast á Íslandi en þetta var ótrúleg upplifun!

Áramót hjá Colosseum

Eitt af því skemmtilegasta sem við gerðum í Róm, var að fara á matreiðslunámskeið. Við fundum námskeiðið á síðu sem hét Eat Walk Italy, og völdum okkur námskeið þar sem við lærðum að gera pasta og Tiramisu. Það var auðvitað eiginlega ekki hægt að fara til Ítalíu án þess að læra að elda eitthvað ekta ítalskt, og þetta var ótrúlega skemmtileg upplifun!

Pastagerð

Svo fengum við auðvitað að borða afraksturinn!

Dásamlegt Tiramisu!

Og þá var ferðinni heitið aftur heim! Þvílík ferð – þetta var klárlega eitt skemmtilegasta ferðalag sem ég hef farið í. Við flugum fram og til baka með Norweigian, en þeir flugu beint til Róm sem var mjög þægilegt. Ég hafði ekki flogið með þeim áður en það var bara mjög fínt, og ég get mælt með þeim. Ég get líka 100% mælt með svona roadtrip til Ítalíu! Við keyrðum 1.600km á þessum 11 dögum, og það var stór partur af upplifuninni að sjá Ítalíu utan borganna sem við heimsóttum.

Ég minni svo á að á Instagram (@gydadrofn) eru highlights með öllum borgunum sem við heimsóttum, og þar getið þið séð veitingastaði og fleira sem við fórum á.

Uppskrift: Buffalo blómkáls pasta baka

Færslan er ekki kostuð.

IMG_3791

Eftir að ég deildi með ykkur uppskriftinni af Buffalo blómkálinu um daginn, er ég búin að búa það til ótal sinnum, enda er það eitt það besta sem ég fæ! Ég er búin að vera prófa mig áfram í að nota buffalo blómkálið í allskyns rétti, og þykir til dæmis mjög gott að setja það inn í vefjur með fersku grænmeti. Um daginn ákvað ég að prófa að bæta því við pastarétt, og það kom svo ótrúlega vel út að ég verð að deila uppskriftinni af honum hér á blogginu! Maður þarf svolítið að dúlla sér við réttinn, en hann er svo góður að ég legg það alveg á mig. Ég bý til mína eigin alfredo sósu eftir uppskrift frá Ljúfmeti en það er örugglega líka hægt að kaupa hana tilbúna til að einfalda sér undirbúninginn

Buffalo blómkáls pasta baka

250-300gr af Pasta (ég nota Penne)

Alfredo sósa (Ég nota þessa uppskrift frá Ljúfmeti)

Buffalo blómkál (uppskrift HÉR)

Skvetta af Buffalo sósu (ég nota Frank’s)

Rifinn ostur.

Aðferð: Blómkálið er útbúið samkvæmt uppskriftinni. Pastað er soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, og Alfredo sósan útbúin ef hún er heimagerð. Soðnu pasta er raðað í botninn á eldföstu móti, og því næst Alfredo sósunni ausið yfir svo að það sé allavega botnfylli í fatinu. Næst er buffalo blómkálinu raðað ofaná, og mér finnst gott að skvetta smá auka buffalo sósu yfir, því mér finnst gott að hafa mikið af buffalo sósu og að hún blandist aðeins við pasta sósuna. Ef þið viljið minna buffalo bragð sleppið þá þessu skrefi. Næst dreyfi ég osti yfir allt saman og set inn í ofn á sirka 180°. Hef inni í ofninum í 5-15mín, eftir því hvort að pastað, sósan og blómkálið var heitt þegar það fór í fatið, eða ekki. Ef það var heitt leyfi ég ostinum rétt að bráðna.

78C8D063-1132-4A3C-ADD6-B8C4CF713E4D

Pastað og sósan draga svolítið úr sterka buffalo bragðinu, svo rétturinn hentar líka fyrir þá sem vilja ekki mjög sterkt buffalo bragð, en þá myndi ég einmitt sleppa auka skvettunni af buffalo sósunni. Ég er strax orðin spennt að gera þennan rétt aftur – hann er svo góður ég gæti borðað hann á hverjum degi. Verði ykkur að góðu!

IMG_3787

gydadrofn

Heimsókn: Varma Factory Store

Þessi færsla er unnin í samstarfi við Varma.

Processed with VSCO with a5 preset

Fyrr í mánuðinum fór ég í skemmtilega heimsókn til Varma. Þau opnuðu nýverið Factory Store í Ármúla 31, en þar má finna allar þeirrar vörur undir sama þaki. Í sama húsi er einnig verksmiðjan þeirra, en Varma prjónar og saumar vörurnar á Íslandi og úr Íslenskri ull.

Það var mjög skemmtilegt að fá að labba hring í verksmiðjunni, og sjá hvernig vörurnar eru framleiddar. Ég sá allt ferlið frá því að varan er prjónuð, þvegin, saumuð, snúið og svo að lokum var hún komin fram í hillur verslunarinnar. Fyrir áhugasama hópa er hægt að hafa samband við Varma, og fá að koma í heimsókn í verksmiðjuna þeirra!

Ég hef átt vörur frá Varma í mörg mörg ár, og þær hafa alltaf reynst mér vel. Ég man meira segja eftir því þegar ég var í grunnskóla, og við fengum að kíkja í verksmiðjuna til þeirra. Ég var auðvitað í grunnskóla á Akureyri en Varma er einmitt stofnað á Akureyri. Það var því ótrúlega skemmtilegt að fá að koma aftur svona mörgum árum seinna og kíkja aftur í verksmiðjuna þeirra.

Í versluninni í Ármúla má finna svo ótrúlega margt fallegt. Dásamlegar prjónapeysur, hlýja vettlinga og húfur, ullarnærföt, og auðvitað klassísku Varma ullarsokkana.

Processed with VSCO with 7 preset

Ein af mínum uppáhalds vörum eru fallegu ullarnærfötin, en þau heita Ylfa og eru úr Angóru ull. Ullin er fengin á mannúðlegan hátt, en kanínurnar eru snyrtar fjórum sinnum á ári, og ullin því rökuð af. Angóru ull er einstaklega hlý og mjúk, og stingur ekki svo þessi ullarnærföt henta líka fyrir þá sem þola ekki hefðbundna ull. Ég er búin að nota bæði buxurnar og bolinn heilmikið í kvöld göngutúrum, og líka bara á köldum vetrarmorgnum.

Processed with VSCO with a5 preset

Ég mæli með einhverju hlýju og mjúku frá Varma í jólapakkann, en ég held að flestir á Íslandi þurfi á vettlingum eða hlýjum sokkum að halda. Ég er svo ótrúlega hrifin af þessum fallegu munstruðu vettlingum, og þessu bleika ullarteppi, en liturinn finnst mér dásamlegur. Ég á einmitt líka peysu úr sömu ull, sem þið sjáið hér að neðan, en hún er bæði falleg og hlý. Hægt er að skoða vörurnar frá Varma á heimasíðunni þeirra HÉR.

IMG_3207

Myndin er tekin við Hraunfossa, en við Heiðar stoppuðum þar á leið okkar á Hótel Húsafell um daginn. Mig langar að gera meira af því að skoða fallega landið okkar, og mér verður allavega ekki kalt á meðan í öllum hlýju Varma fötunum mínum!

gydadrofn

Heima: Svefnherbergi

Færslan er ekki kostuð. Stjörnumerktar vörur voru fengnar að gjöf.

Processed with VSCO with a5 preset

Nýlega gerðum við smá breytingar í svefnherberginu, sem gerðu svo ótrúlega mikið fyrir rýmið. Við máluðum herbergið í sumar með litnum Deco Blue frá Lady*, en hann fæst í Húsasmiðjunni. Síðan þá höfðum við í raun ekki gert neitt meira fyrir herbergið, en okkur vantaði alltaf náttborð, og ég fann aldrei neitt sem voru eins og ég vildi. Þegar ég fann svo einföld náttborð í Ikea sem smellpössuðu inn fóru hjólin að snúast.

 

Processed with VSCO with a5 preset

Eitt af því sem gerði hvað mest fyrir herbergið var að hengja upp þessar fallegu myndir sem eg fékk að gjöf frá Camelia.is. Þær heita Moods* og koma þrjár saman í setti, og þið finnið þær HÉR. Mér fnnst þær passa svo fullkomlega inn þar sem ég elska litasamsetninguna dökkbláan og ljósbleikan, og þær gefa herberginu alveg nýtt líf. Þið fáið 20% afslátt af öllum veggmyndum á Camelia.is út 30. október með kóðanum ‘gydadrofn’!❤️

Processed with VSCO with a5 preset

Hér sjáið þið náttborðið en það heitir Vikhammer og er eins og áður sagði úr Ikea. Þar sem að við ætlum að setja upp rúmgafl, og því ekki nýta dósirnar sem eru á veggnum fyrir lesljós, langaði mig í lampa á náttborðin. Ég var búin að leita lengi að lampa sem væri mjög einfaldur, mig langaði að hafa peruna bera og hann þurfti að vera gylltur. Ég datt því aldeilis í lukkupottinn þegar ég fann þennan lampa* frá merkinu Eightmood, en hann fæst líka á Camelia.is – þið finnið hann HÉR. Birtan af þeim er ótrúlega kósý og falleg. Annað á borðinu er mynd af Desenio.com, förðunarbókin Andlit og G bollinn sem er Design letters bolli frá Arne Jacobsen. Hvíti og græni diskurinn, kertið í glasinu, kertastjakinn og vasinn er allt úr H&M Home, en þessi fallega eucalyptus grein* í vasanum er frá Camelia og fæst HÉR. Stjörnumerkjadiskurinn er úr Urban Outfitters.

Processed with VSCO with a5 preset

Á stjörnumerkjadisknum geymi ég vinkonuhálsmen* sem við Þórunn og Alexsandra fengum í versluninni Blómahönnun á Engjateig – þykir ótrúlega vænt um það.

Processed with VSCO with a5 preset

Heiðars megin er svo sami lampi frá Camelia.is ásamt vasa, kertastjaka og bakka úr H&M Home. Ég elska gylltu og svörtu tónana með dökkbláa litnum á veggnum, og herbergið er orðið svo ótrúlega kósý.

Næst vantar okkur svo bara fallegan rúmgafl, og bekk sem fer fyrir endann á rúmminu – það kemur næst!

gydadrofn

Vietnam með Kilroy!

Færslan er unnin í samstarfi við Kilroy.

Eins og þið tókuð örugglega eftir á öðrum miðlum þá skellti ég mér til Víetnam um daginn! Ég var svo heppinn að fá boð um að fara í 10 daga ævintýraferð til Víetnam á vegum Kilroy á Íslandi. Hópurinn sem ég fór með samanstóð af 8 öðrum áhrifavöldum frá Hollandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Ferðin sjálf var öll skipulögð fyrir okkur, en G Adventures sáu um allt þegar við vorum komin til Víetnam – gistingu og afþreyingu. Ferðin var algjört ævintýri, og ég þurfti oft að staldra við og fullvissa sjálfa mig um að þetta væri í alvörunni að gerast! Mig langaði að deila með ykkur nokkrum sögum, myndum, og því sem stóð uppúr hjá mér. Þið getið skoðað ferðina sem ég fór í hér: https://bit.ly/2w3PM8G%E2%98%BA.

Þið getið smellt á myndirnar til að skoða þær stærri.

Komið til Víetnam

IMG_0061

Ferðalagið til Víetnam er frekar langt, en ég flaug til Helsinki, þaðan til Doha, svo áfram til Bangkok þar sem vélin stoppaði en við fórum samt ekki frá borði, og að lokum til Hanoi þar sem ævintýraferðin okkar byrjaði. Kilroy sá um að bóka öll flugin, og hjálpa mér við alla pappírsvinnu eins og Visa umsókn, ferðatryggingar og bólusetningar. Það var alveg ótrúlega gott að hafa þau innan handar til að hjálpa og ráðleggja, og fyrir þá sem eru á leiðinni í svona ferðalag mæli ég hiklaust mig að ráðfæra þig við ferðaráðgjafa hjá Kilroy. Það kostar ekkert að bóka viðtalstíma þar sem hægt er að fá kostnaðaráætlun og frekari ráðleggingar.

.

Ha Long Bay

Fyrsta daginn vöknuðum við snemma í Hanoi, en keyrðum rakleiðis til Ha Long Bay. Keyrslan tók í kringum 3 tíma, en þegar komið var til Ha Long Bay stigum við í borð um bát þar sem við gistum fyrstu nóttina. Báturinn silgdi með okkur um svæðið og við borðuðum hádegsmat og nutum útsýnisins. Þessi staður er einn sá allra fallegasti sem ég hef séð – þvílík leið til að byrja ferðina!

Báturinn okkar silgdi með okkur að Ti Top Island, sem er eyja í Ha Long þar sem er hægt að labba upp á topp og njóta útsýnisins. Gangan upp á topp var um 400 tröppur, sem í þessum hita var alveg aðeins meira en að segja það haha. En það var sko heldur betur þess virði þegar komið var upp á topp. Ég hef aldrei séð annað eins útsýni, og ég hefði getað staðið þar í marga klukkutíma og fylgst með bátunum sigla um þetta fallega svæði. Þarna var líka strönd, þar sem heimamenn skemmtu sér í leikjum og strandarfjöri.

Næst á dagskrá var Kayak ferð, sem var eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert. Að fá að sigla í kayak um þennan ótrúlega fallega stað, og njóta kyrðarinnar þar var yndislegt. Við stoppuðum í helli sem var fullur af leðurblökum, og skoðuðum hann og virtum fyrir okkur útsýnið. Ótrúlegt!

Daginn eftir vöknuðum við í bátnum, og fórum að skoða risastóran helli sem heitir Surprising cave. Hann dregur nafn sitt af því að sá sem fann hellinn varð mjög hissa þegar hann kom inn í hann og sá hvað við blasti. Þó ég hafi heyrt söguna áður en við komum í hellinn varð ég líka mjög “surprised” við að koma inn í hann – þvílíkur hellir! Hann minnti mig á helli úr Harry Potter eða einhverju ævintýri, og að rölta í gegnum hann var algjör upplifun.

Við löbbuðum í gegnum hellinn og upp á útsýnispall, en útsýnið þaðan var algjörlega stórkostlegt. Dagurinn var líka sérstaklega fallegur, skærblár himinn og nánast engin ský á himni.

Næst tók svo við sigling aftur til lands, á meðan við borðuðm hádegismat og nutum siglingarinnar. Ha Long Bay var klárlega einn af þeim stöðum sem stóð mest upp úr í ferðinni, og ég mundi gjarnan vilja heimsækja aftur síðar.

.

Hanoi

Hanoi, höfuðborg Víetnam, er iðandi af lífi og Víetnamskri menningu, og þar fannst mér ég fá daglegt Víetnamskt borgarlíf beint í æð. Á hverju götuhorni var fólk að elda mat, selja vörur, búa eitthvað til eða hreinlega bara leggja sig. Eiginlega allt fer fram á gangstéttunum undir berum himni, sem gerir borgina svo ótrúlega líflega og sérstaka. Þar var líka allt morandi í vespum (eins og reyndar allstaðar í Víetnam) og bara það að reyna að komast yfir götu var sérstök lífsreynsla.

Street food tour

Í Hanoi fórum við í Street food tour, sem var eitt af því sem stóð sannarlega uppúr í ferðinni. Við röltum um götur Hanoi með yndislegum local guide, sem stoppaði með okkur á hverju horni og leyfði okkur að smakka ýmsa rétti og snarl. Þarna fékk ég bestu núðlur sem ég hef á ævi minni smakkað, og mig dreymir um á hverju kvöldi. Ég þarf líka nauðsynlega að læra að búa til egg-coffee sem var sjúklega gott, og ég gæti alveg borðað Bahn Mi með djúpsteiktu Tofu á hverjum degi! Við smökkuðum líka Durian ávöxt sem er í miklu uppáhaldi hjá innfæddum, en ég held hann verði það seint hjá mér..

.

Hue

IMG_8234.JPG

Næst á dagskrá var næturlest alla leið til Hue. Lestarferðin tók 13 klukkutíma og var ákveðin upplifun útaf fyrir sig. Son (víetnamski tourguideinn okkar) sagði okkur að það væri sennilega ekki til meiri local leið til að ferðast um landið, og það var gaman að fá að prófa það. Lestin hoppaði og skoppaði alla nóttina og ég svaf svosem ekki mikið, en þetta var upplifun!

Vespu ferð

fullsizeoutput_6de1

Talandi um local leið til að ferðast um! Víetnam er oft kallað land mótórhjólanna eða vespanna, en í landinu eru næstum jafn mikið af vespum og fólki. Þegar við komum til Hue fórum við beint í vespuferð um borgina og nærsveitir, og stoppuðum á nokkrum stöðum og skoðuðum okkur um. Þetta var hiklaust líka eitt af því sem stóð upp úr í ferðinni, en að keyra í gegnum sveitirnar var ótrúleg upplifun. Við keyrðum í gegnum marga litla markaði þar sem ýmsar vörur gengu kaupum og sölum, sáum þar sem fólk var að plægja hrísgrjónaakra og þurrka hrísgrjónin sín, veiða fisk og þvo fötin sín. Allir sem við hittum þar sem við stoppuðum voru svo ótrúlega glaðir og yndislegir, og þó þau ættu ekki mikið var það alls ekki að sjá þar sem gleðin skein úr augunum á þeim.

Við stoppuðum á mörgum ótrúlega fallegum stöðum, og til dæmis þessum konunglega grafreit. Það sem var átakanlegt að sjá var hve mikið af fallegu byggingunum höfðu skemmst í stríðinu, en allar þessar stóru, sterkbyggðu byggingar voru mikið notaðar sem virki þar sem venjuleg hús í Víetnam eru ekki mjög sterkbyggð. Það voru byssukúluför allstaðar og byggingarnar illa farnar.

Við keyrðum í gegnum lítinn skóg og virtum fyrir okkur þetta stórbrotna útsýni yfir the Perfum river.

Við stoppuðum á mörkuðum og fylgdumst með heimamönnum búa til hatta og reykelsi, og mála fallegar myndir.

IMG_0783

Við heimsóttum gullfallegt Buddha klaustur og borðuðum hádegismat í Pakoda á leiðinni þangað.

IMG_0075

Það seinasta á dagskrá í vespuferðinni var heimsókn í gömlu keisarahöllinna, þar sem við virtum fyrir okkur stórkostlegar byggingar og heyrðum sögur frá gömlum tímum.

.

Ba Na Hills

IMG_0081

Daginn eftir var ferðinni heitið til Hoi An. Nokkrir í hópnum höfðu heyrt um hina nýlegu Golden Bridge í Ba Na Hills, svo við ákváðum að vakna fyrr og stoppa þar á leiðinni. Það var vel þess virði! Ba Na Hills er nokkurskonar skemmtigarður lengst uppi í fjalli fyrir ofan Da Nang. Þar er búið að byggja þessa ótrúlegu brú, ásamt allskonar styttum, völundarhúsum og skúlptúrum.

IMG_0784.jpg

Útsýnið þarna uppi var ekkert minna en stórkostlegt, en til að komast upp í garðinn fórum við með cable cars upp alla fjallshlíðina. Ég myndi vara við því fyrir þá sem eru mjög lofthræddir – en útsýnið er samt vel þess virði. Við eyddum um tveim tímum í að rölta um og skoða svæðin, sem var mjög gaman.

.

Hoi An

Næst tók við yndislega borgin Hoi An. Hoi An er klárlega uppáhalds staðurinn minn í Víetnam, og þangað langar mig mikið að koma aftur einn daginn. Hjarta Hoi An er the Ancient Town, sem er á heimsminjaskrá Unesco. Um er að ræða einstaklega vel varðveittan og krúttlegan bæ,  sem telur þrjár götur. Þar eru mestmegnis verslanir og veitingastaðir, og alveg ótrúlega skemmtilegt að rölta um og virða fyrir sér þennan fallega bæ. Fyrir ofan göturnar hanga ljósker út um allt, sem gerir bæinn líka einstaklega fallegan að kvöldi til.

Á kvöldin er skemmtileg stemming við vatnið, og hægt að kaupa ljósker og láta þau fljóta á vatninu til að óska einhverjum sem maður þekkir góðs. Í búðunum í Hoi An er hægt að gera mjög góð kaup, og prútt er “the name of the game”. Ég er voðalega léleg að prútta, enda allt frekar ódýrt og mér fannst uppsett verð alltaf bara mjög sanngjarnt. En ég prófaði samt og náði að gera reifarakaup – svo er þetta líka bara partur af upplifuninni!

Það allra besta voru samt ekki skemmtilegu búðirnar og fallegu ljóskerin, heldur fólkið. Allir voru svo ótrúlega vinalegir og buðu mann velkominn hvert sem maður kom. Þessi fallega kona seldi mér fullan poka af banönum og þó við skyldum ekki endilega tungumál hvor annarar fann ég svo mikla hlýju frá henni.

IMG_0139

Í Hoi An er mikið af tailoring búðum, þar sem hægt er að láta sauma á sig hvað sem er. Ég lét sauma á mig þennan kjól, og hefði viljað láta sauma eitthvað fleira eftir að ég sá hvað hann kom vel út. Ég mæli með að vera með hugmynd eða mynd af einhverju sem ykkur langar í áður en þið farið og láta sérsauma á ykkur!

Oodles of noodles

Í Hoi An fórum við og lærðum af heimamönnum að búa til ekta víetnamskar hrísgrjónanúðlur. Námskeiðið var í gegnum verkefnið Oodles of noodles, sem er verkefni sem G Adventures starfrækir með Planeterra foundation. Verkefnið snýst um að fátækir unglingar sem búa á götunni fá í gegnum verkefnið tækifæri til að læra ensku, og koma fram sem kennarar á núðlunámskeiði. Þaðan fá þau tækifæri til að vinna á veitingastöðum og hótelum, og öðlast betra líf. Það var alveg ótrúlega gaman að fá að taka þátt í þessu flotta verkefni, en krakkarnir sem kenndu okkur voru öll svo ótrúlega flott. Og ég tala nú ekki um að fá tækifæri til að læra að búa til núðlur og svo borða ekta vítenamskt pho (núðlusúpu)!

An Bang beach

Í Hoi An er líka fínasta strönd, en hún heitir An Bang beach. Við eyddum þar nokkrum klukkutímum í sólinni og sjónum, og drukkum ananassafa. Á myndinni er ég með Lindu frá Finnlandi, en við urðum ótrúlega góðar vinkonur í ferðinni. Þið verðið að fylgjast með henni á Instagram – hún tekur svo ótrúlega fallegar myndir! Þið finnið hana undir @lindaekroth.

fullsizeoutput_6b59

Frá Hoi An tókum við svo flug á seinasta áfangastað ferðarinnar, Ho Chi Minh. Flugið tók  rétt tæpan klukkutíma – stutt og þægilegt.

Ho Chi Minh city

Í Ho Chi Minh city eyddum við þrem seinustu dögum ferðarinnar. Borgin hét áður Saigon en var endurskírð eftir stríðið, þó flestir tali ennþá um hana sem Saigon. Í Ho Chi Minh var langmesta stórborgartilfinningin – háar byggingar, iðandi næturlíf og vestrænar búðir á hverju horni.

Í Ho Chi Minh eru frönsk áhrif mjög áberandi, en eins og þið sjáið á byggingunum líta þær frekar út fyrir að standa í Evrópu en suður Asíu. Víetnam var áður frönsk nýlenda og er það mjög áberandi í Ho Chi Minh.

Í Ho Chi Minh er mikið af skemmtilegum rooftop börum með fallegu útsýni yfir ljósadýrð borgarinnar. Við kíktum á einn slíkan eitt kvöldið og drukkum frábæra kokteila og nutum útsýnisins.

Næturlífið í Ho Chi Minh er engu líkt, en göturnar voru troðfullar öll kvöld af heimamönnum í karíókí úti á miðri götu.

8UVRqBCzT%m1TJRrgNmL4w

Rétt fyrir utan Ho Chi Minh eru Chu Chi göngin, sem notuð voru í Víetnam stríðinu. Ég gleymdi alveg að taka myndir þar, en að skoða þau var upplifun sem ég mun aldrei gleyma. Göngin voru afskaplega þröng og flestir fá sennilega innilokunarkennd í þeim. Þarna bjó fólk í fjölda ára, og sinnti öllu daglegu lífi innan ganganna. Þarna fengum við að læra um stríðið, og maður reyndi að gera sér í hugarlund hvernig hefur verið að búa í Víetnam á stríðstímunum. Landið á sér ótrúlega sögu og það var ómetanlegt að fá að heyra brot af henni frá heimamönnum.

.

Reynslan mín

IMG_0029

Eins og þið kannski heyrið af skrifunum, varð ég algjörlega heilluð af landinu, fólkinu og menningunni. Þvílík upplifun sem þessi ferð var! Þetta var mitt fyrsta skipti í þessum part af heiminum, og nú langar mig að fara á fleiri slóðir þarna í kring. Það sem stendur upp úr er maturinn sem var svo ótrúlega góður, fólkið sem var svo dásamlegt, og náttúran sem var svo stórbrotin og falleg. Ég vona að ég fái að fara aftur einhvern daginn og upplifa landið, og ég gæti ekki mælt meira með Víetnam sem áfangastað.

IMG_9409

gydadrofn

Heima: Stofan

Færslan er unnin í samstarfi við Húsasmiðjuna.

Í apríl keyptum við Heiðar okkar fyrstu íbúð, og höfum því búið hér núna í um 2 mánuði. Við erum smám saman að koma okkur betur og betur fyrir, en núna um helgina ákváðum við að mála tvo veggi í stofu og alrými, og setja upp hillur. Íbúðin var splunkuný þegar við tókum við henni og því öll hvítmáluð. Það mátti því alveg gefa henni smá lit, og hvílík breyting!

Processed with VSCO with f2 preset Við ákváðum að mála tvo veggi, þann sem er fyrir aftan sófann og halda svo áfram fyrir hornið þar sem hurðin inn á baðherbergi er. Við vorum í miklum pælingum með hvaða litir yrðu fyrir valinu, en ég vissi að ég vildi frekar hlutlausan lit, eins og gráan. Mig langaði hinsvegar að hann væri í dekkri kantinum til að fá pínu karakter í rýmið. Í samstarfi við Húsasmiðjuna valdi ég lit úr Lady litakortinu þeirra, en ég var strax mjög hrifin af þessum lit sem heitir Elegant.
.
Processed with VSCO with f2 preset
Þar sem liturinn sem ég valdi (Elegant) er í dekkri kantinum, vildi ég fá málningu með örlitlum gljáa í stofuna. Fyrir valinu varð “Wonderwall” málningin en hún er með 10% gljástigi og er sérstaklega slitsterk og hentar vel á fleti þar sem er mikill umgangur. Þar sem veggirnir eru í stofunni og alrými hentaði það fullkomlega. Mig var búið að langa lengi að kaupa rammahillur og mála í sama lit og veggurinn, til að láta þær líta út eins og part af veggnum. Ég fékk mér því lakk í nákvæmlega sama lit og veggirnir, en hafði það með mattri áferð til að þær féllu sem best inn í vegginn. Við máluðum einnig inn í svefnherbergi en þar valdi ég alveg matta málningu til að liturinn yrði dýpri og meira kósý. Ég fékk virkilega góðar ráðleggingar í Húsasmiðjunni og er ótrúlega ánægð með bæði litina og áferðina á málningunni sem við enduðum á að velja.

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Ég er algjörlega í skýjunum með hvernig Elegant liturinn kom út á veggnum, og hvað hann gefur rýminu og íbúðinni allri öðruvísi útlit. Þar sem flest annað í rýminu er ljóst finnst mér koma ótrúlega fallega út að hafa veggina dökka, og mér finnst húsgögnin í rýminu njóta sín enn betur. Eins og sést er Stella líka alveg í skýjunum með litinn og nýju myndirnar á veggnum! Myndirnar eru allar af Desenio.com og rammahillurnar eru keyptar í Ikea.

Processed with VSCO with f2 preset

Við máluðum einnig inni í svefnherbergi, með litnum Deco Blue frá Lady. Ég hlakka til að deila með ykkur myndum þaðan þegar við erum búin að kaupa okkur náttborð og annað sem vantar ennþá þar inn.

gydadrofn

Uppskrift: Buffalo blómkál & besta gráðostasósan

Færslan er ekki kostuð.

Eftir að ég gerðist grænmetisæta eru nokkrir hlutir sem ég borðaði áður sem innihéldu kjöt sem sakna stundum og fæ óstjórnandi löngun í. Einn af þeim hlutum eru Buffalo kjúklingavængir, en þeir fannst mér dásamlega góðir. Það er hinsvegar alls ekki kjötið sjálft sem ég sakna heldur bara bragðið af réttinum. Sem betur fer er oftast auðvelt að skipta út kjöti í réttum, og það er einmitt sérstaklega auðvelt þegar kemur að buffalo vængjum. Ég er búin að gera þessa buffalo blómkáls”vængi” í nokkur skipti núna og ég einfaldlega fæ ekki nóg. Þeir eru dásamlega góðir, og gráðostasósan sem fylgir með er það líka. Ég elska gráðost og gæti vel borðað þessa sósu eintóma, þó ég reyni nú að sleppa því. Rétturinn hentar vel til sem snarl eða forréttur, þó að ég geri hann oftast bara í kvöldmat og borða á mig gat. Uppskriftina finnið þið hér að neðan.

.

Gráðostasósa

Sósuna er best að gera svolítið áður en á að borða hana, og geyma hana í kæli. Ég geri hana oftast snemma um daginn og geymi þar til um kvöldmatarleytið.

Þú þarft:

1 bolli gráðostur (ég nota rifinn)

1/2 bolli sýrður rjómi 

1/4 bolli majones

1 msk sítrónusafi úr kreistri sítrónu 

Salt og pipar

Öllu hrært saman í skál og látið bíða í ísskáp. Langbest að gera nokkrum klukkutímum áður en á að borða.

.

Processed with VSCO with f2 preset

Buffalo blómkál

Þú þarft:

1 blómkálshaus

1/2 bolli hveti

1/2 bolli vatn

1 msk hvítlauksduft

1 msk ólívuolía

1/2 tsk salt

2/3 bolli buffalo sósa 

30gr smjör 

Aðferð: Ofninn hitaður í 230 gráður. Blómkálshausinn skorinn í munnbita stærð. Hveiti, vatni, olíu, hvítlauksdufti og salti blandað saman í skál og blómkálinu velt upp úr. Bakað í 15mín og snúið þegar tíminn er hálfnaður. Smjörið brætt og blandað saman við buffalo sósuna. Blómkálið tekið af plötunni og velt upp úr buffalo blöndunni. Bakað áfram í 20-25mín og snúið þegar tíminn er hálfnaður. Gott er að setja ofninn á grill stillingu seinustu 10 mínúturnar.

Processed with VSCO with f2 preset

Ég byrja á að skera blómkálið niður í munnbita stærð, en gott er að hafa bitana frekar í stærri kantinum en minni.

Næst blanda ég saman hveiti, olíu, hvítlauksdufti og salti í skál svo úr verður nokkurskonar deig. Ég velti svo blómkálinu vel upp úr deiginu svo allir bitar séu hjúpaðir.

Næst dreifi ég blómkálinu á pappírsklædda ofnplötu, og baka í um 7mín. Þá tek ég plötuna út og sný bitunum við, og baka svo í aðrar 7-8mín. Það er mikilvægt að snúa blómkálinu svo það brenni ekki of mikið öðru megin og verði mjúkt og slepjulegt hinumegin.

Á meðan blómkálið er í ofninum bræði ég smjörið og blanda því við buffalo sósuna. Mér finnst sósan frá Frank’s langbest, en ég hef keypt hana í Hagkaup. Þegar blómkálið kemur úr ofninum set ég það í stóra skál, og helli buffalo blöndunni yfir. Því næst set ég blómkálið aftur á pappírsklæddda bökunarplötu, og leyfi því að bakast í um 10-12mín. Þá tek ég plötuna út og sný því við, og leyfi því svo að bakast áfram í 10-12mín í viðbót, og hef þá ofninn stilltann á grill. Þannig fæ ég bitana pínu crispy og góða. Ég set svo bitana á disk og hef gráðostasósuna með til að dýfa þeim ofan í.

Processed with VSCO with f2 preset

Namm!

gydadrofn

Lookbook 2018: Festival vibes

Færslan er unnin í samstarfi við Vero Moda.

Jæja – hér er ég komin aftur, eftir alltof alltof langa fjarveru frá blogginu. Það er mikið búið að gerast síðan seinast, en við förum ekki nánar út í það hér. Ein af mínum uppáhalds helgum á árinu er í vændum, en Secret Solstice hátíðin verður haldin um helgina. Ég hef farið á hverju ári síðan hátíðin byrjaði og læt mig ekki vanta í ár. Í tilefni helgarinnar fór ég í Vero Moda og setti saman nokkur lúkk fyrir helgina. Mér finnst alltaf gaman að klæða mig upp fyrir Solstice því maður getur leyft sér aðeins annan stíl en maður myndi kannski fara í dagsdaglega. Öll fötin og fylgihlutirnir hér að neðan fást í Vero Moda, og ég skrifa verð undir myndirnar til þæginda.

 

Lúkk 1

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Ég elska boho stíl fyrir festival outfit. Þessi fallega skyrta er akkúrat í þeim stíl og ég er mjög hrifin af henni. Buxurnar eru frekar beinar í sniðinu og háar upp – mjög þægilegar. Mér finnst liturinn á jakkanum gera mikið fyrir lúkkið, og líka hárbandið, en það er klútur sem ég batt utan um höfuðið.

Skyrta: Madeline Top 5.990kr

Buxur: Nineteen Loose Ankle Jeans 7.390kr

Jakki: World Short Jacket 8.590kr

Klútur: Rosalie 1.590kr

Processed with VSCO with f2 preset

.

Lúkk 2

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 presetProcessed with VSCO with f2 preset

Það er langt síðan ég hef verið jafn skotin í flík og ég er í þessum jakka akkúrat núna! Þetta er þunnur vindjakki í þessum skemmtilega “holographic” lit. Hann er öðruvísi á litinn í hvert skipti sem ég lít á hann. Buxurnar eru ný týpa af coated buxum sem var að koma í Vero Moda, en þær eru virkilega mjúkar og mjög háar í mittið – alveg eins og ég vil hafa þær. Mig er búið að langa í tösku eins og þessa lengi, og loksins fann ég hana! Hún kemur pottþétt að góðum notum um helgina. Ef það verður kalt get ég svo alltaf skellt mér í þykka peysu undir jakkann, eins og á myndinni hér að neðan.

Jakki: Cool Metallic 8.390kr

Buxur: Nine Coated Pants 6.990kr

Bolur: Patch T-shirt 2.990kr

Taska: Dagmar Bum Bag 4.590kr

Hettupeysa: Judy Hoodie 3.990kr

Processed with VSCO with f2 preset

.

Lúkk 3

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Ég er búin að vera með æði fyrir smekkbuxum og smekkbuxna-kjólum seinustu mánuði. Þessi kjóll hitti því beint í mark, og ég fann þennan fallega langerma bol með kraga undir hann. Ef að allt fer á versta veg veðurlega séð er ekki vitlaust að vera með regnkápu við höndina, en þessi var til í nokkrum litum og ég valdi mér gula.

Langerma bolur: Sky Lace Blouse 4.990kr

Kjóll: Cleo Dress 5.790kr

Regnkápa: Sunset Coat 8.590kr

Processed with VSCO with f2 preset

.

Lúkk 4

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þetta lúkk er sjúklega þægilegt og kósý. Þetta eru sömu coated buxur og í lúkki 2, en gallajakkinn og derhúfan gera það ótrúlega flott. Ég er búin að eiga sama gallajakka í svörtu í nokkra mánuði og nota hann ótrúlega mikið, svo þessi blái verður eflaust mikið notaður líka.

Jakki: Angie Jacket 9.990kr

Hettupeysa: Judy Hoodie 3.990kr

Buxur: Nine Coated Pants 6.990kr

Derhúfa: Milou Cap 2.990kr

Processed with VSCO with f2 preset

.

Lúkk 5

Processed with VSCO with f2 preset

Processed with VSCO with f2 preset

Þessar buxur eru í raun og veru samfestingur sem er ein þægilegasta flík sem ég hef nokkruntíman farið í. Hann er ágætlega víður með teygju í mittið og neðan á skálmum. Hann er á sérstöku Solstice tilboði núna í Vero Moda svo ég myndi hafa hraðar hendur ef ykkur líst vel á hann. Þar sem hann er stutterma er peysa eða jakki must við, og þessi er mjög kósý. Bakpokinn setur svo punktinn yfir i-ið!

Samfestingur: Jona Jumpsuit 6.990kr (Solstice tilboð 3.990kr)

Peysa: Abo Blouse 5.990kr

Bakpoki: Sunna Gymbag 5.390kr

Processed with VSCO with f2 preset

gydadrofn

 

26 ára afmælið mitt!

Færslan er ekki kostuð.

Jæja kæru vinir! Framundan er myndaveisla úr 26 ára afmælinu mínu, sem ég hélt uppá seinustu helgi. Eins og venjan er var að sjálfsögðu þema, en fyrir valinu í ár varð: Japanskt þema. Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af asískri menningu, og þá sérstaklega japanskri, en ég skellti mér einmitt á japönsku námskeið á seinasta ári. Ég fékk innblástur frá kimono munstri og japönskum cherry blossom trjám, og litirnir sem voru mest áberandi voru ljósgrænn og ljósblár, ásamt ljósbleikum. Eins og þið kannski vitið finnst mér fátt skemmtilegra en að skreyta og undibúa fyrir veislur og partý, og ég vildi óska að ég hefði tilefni til að gera það oftar! Hér að neðan sjáið þið skreytingarnar og uppsetninguna, og ég reyna að koma að því að hvar ég fékk allt, en þið hikið ekki við að spyrja ef ég gleymi einhverju.

IMG_0242IMG_0250IMG_0257

Þar sem mér tókst í fyrsta skipti að vera nokkuð snemma í því að undirbúa afmælið mitt, náði ég að panta heilmikið af skrautinu á netinu. Á síðum eins og Ali Express og Amazon er mikið úrval af ódýru skrauti og litlum hlutum sem er sniðugt að nýta sér við svona tilefni. Ég keypti ljósaskermi (lanterns) í þrem litum, og notaði bæði til að hengja upp og í borðskreytinguna. Þessi bleiku pantaði ég af Ali Express, en þessi hvítu og blágrænu voru keypt í Walmart í Ameríku. Mér fannst borðskreytingin koma einstaklega skemmtilega út, en inni í ljósaskermnum er vatnskarafla. Blævængirnir af veggjunum eru líka pantaðir af Ali Express, en ég hélt reyndar að þeir væru mun stærri þegar ég pantaði þá. Það er víst ágæt regla að lesa í lýsingunni hversu stórir hlutirnir eru..en þeir komu samt mjög fallega út á veggnum!

.

IMG_0254IMG_0255

IMG_0284

Þessi ótrúlega fallegu gervi Cherry blossom blóm fékk ég á bandarískri gerviblóma-vefsíðu sem heitir Afloral. Enn og aftur – hefði verið góð regla að lesa í lýsingunni hvað þau voru stór áður en ég pantaði þau, en stilkurinn á blómunum er ansi langur, og þau komu í kassa sem var meira en 1,5 meter á breidd..vúps. Þórunn vinkona mín ferjaði þau heim fyrir mig með afmælisgjöfinni minni sem að kom í ljós að var líka ansi stór, haha. En ég var búin að panta svipuð blóm af Ali Express, en þegar leit út fyrir að þau myndu ekki koma áður en afmælið væri pantaði ég þessi. Bleiku og bláu boxin sem ég notaði undir snakk og sælgæti eru af Amazon. Origami fuglarnir úr Cherry blossom pappírnum voru bæði of sætir og pössuðu of vel við þemað, svo ég varð að panta þá. Ég fékk þá á Etsy, og þeir eru handgerðir af yndislegri konu í San Francisco – mæli hiklaust með búðinni hennar “Local Colorist” á Etsy.

.

IMG_0269IMG_0275IMG_0266

Stöku blómin sem ég dreifði yfir borðið eru af Ali Express, en ég pantaði pakka með 100stk og dreifði út um allt. Sérmerkta M&M-ið var gert í M&M búðinni í London, en þar gat maður valið fjóra mismunandi texta, og svo valið þá liti af M&M sem maður vildi. Maður gat reyndar líka látið prenta andlitið á sér á M&M en ég ákvað að sleppa því í þetta skiptið..

.

IMG_0235IMG_0233

Þennan fallega “Happy Birthday” borða, fékk ég alveg óvænt að gjöf frá Dimm.is, en ég var að fara kaupa mér hann þegar þau voru svo sæt að gefa mér hann sem gjöf. Hann er svo fínn þarna fyrir ofan sjónvarpið að mig langar eiginlega bara að hafa hann alltaf! Myndavegginn skreytti ég með þessu hringlaga skrauti í bleikum, brúnum, bláum og cherry blossom mynstri, en það keypti ég á Etsy. “Yay” blöðrurnar eru af Amazon.

.

IMG_0207IMG_0214IMG_0212

Loksins fékk ég að nota barinn sem ég setti upp í haust! Hann hefur aðallega verið upp á punt hingað til, en nýttist ansi vel um helgina. Ég skreytti hann með origami fugli og nokkrum blómum, og leyfði svo flöskunum og bar-aukahlutunum að njóta sín.

.

IMG_0299IMG_0323IMG_0310C43B7465-889C-4765-AF98-261164D7E4FA

Það kom auðvitað ekkert annað til greina en að bjóða upp á sushi í veislunni! Ég fékk svo myntugræna cherry blossom skreytta kökuna frá Sætum Syndum, en þetta er í þriðja skipti sem ég hef verið með köku frá þeim. Hún var alveg sérstaklega falleg í ár og bragðaðist auðvitað líka guðdómlega. Ég keypti svo líka vegan muffins í 17 sortum, og stráði matcha te yfir þær til að gera þær “japanskari”. Ég notaði svo bleiku töfluna mína til að bjóða fólki að fá sér sushi á japönsku, og skreytti borðið með blómum og origami fuglum.

.

Besta afmælisgjöfin var svo klárlega þessi risastóri letidýra bangsi sem ber nafnið Lúðvík. Þórunn ferjaði þennan einmitt heim með meters löngu blómunum – en þið hefðuð átt að sjá svipinn á mér þegar ég opnaði hurðina og tók á móti Lúlla!

AC6FA27B-23E8-4B6E-9047-980BC09A9A3D142FE345-3169-4279-81D3-FBD162AA6C39

En það sem auðvitað gerði kvöldið jafn fullkomið og það var, voru ekki allar skreytingarnar eða maturinn – heldur fólkið sem ég fékk að njóta þess með. Það er alveg ómetanlegt að eiga góða vini og eins og þið sjáið var mikið um hlátrasköll allt kvöldið. Ég hefði svo sannarlega ekki getað beðið um betra kvöld, og ég eiginlega get bara ekki beðið eftir afmæli næsta árs.

gydadrofn

%d bloggers like this: